ég vil aðeins fá hjálp ykkar.
ég á tvo hesta eina hryssu og einn fola. hryssan mín er með folald núna í sér og ég er nýbyrjuð að temja folann.
ég átti hest sem að ég seldi til svíþjóðar. pabbi minn gaf mér folann í staðinn. ég var búin að stefna að því að kaupa mér keppnishest. en það er þannig í fjölskyldunni minni að við erum 4 stelpur á þeim bæ og megum bara eiga 2 hesta hver. en ég fékk að fá folald því ég er búin að temja svo mikið fyrir fameliuna, en svo er komið að þessum keppnishesti sem ég ætlaði að kaupa mér…..
ég fékk lánaðann hest til að keppa á landsmótinu í fyrra og er með hann enn….. til að keppa í sumar en hef hann bara í 3 mánuði til viðbótar í apríl, svo fór´ég til vinafólks míns og þau höfðu þann fullkomna hest fyrir mig og vilja ekki fá neitt rosalega fyrir hann. þetta er 6v hryssa alveg rosalega góð!!!
en þá fór ég að tala um þetta við fjölskylduna og þau þurftu endilega að skjóta á mig að ég ætti fyrir 2 hesta og einn á leiðinni og með einn í láni og að temja 6 hesta. en ég er að fara á hóla haust 2004 og ég þarf að hafa með mér hest sem lýsir sér eins og þessi hryssa.
en ég er ekki með mikinn fjárhag og það kostar 420 þús fyrsta árið á hólum og þessi hryssa kostar alveg nóg sko.
hvaðp á ég að gera.????
ég sendi ykkur með mynd af hestinum sem að ég keppti á landsmótinu hann heitir Gimsteinn :)