Sælir samhugarar,
Árið 2002 voru aðeins 1480 hestar seldir út frá Íslandi. Frá árinu 1996 hafa verið seldir út 14.504 hestar í þessum fjölda á ári.
2002: 1480 hestar
2001: 1765 hestar
2000: 1897 hestar
1999: 1955 hestar
1998: 1994 hestar
1997: 2564 hestar
1996: 2840 hestar
Eins og sést fer útflutningi hríðlækkandi með ári hverju og er það ekki endilega af því góða.
Árið 2002 voru hestar fluttir í þessum tölum til þessara landa.
Svíþjóð 388
Danmörk 244
Noregur 200
Bandaríkin 194
Þýskaland 175
Sviss 76
Finnland 72
Austurríki 33
Bretland 30
Holland 26
Frakkland 11
Faroe Eyjar 10
Kanada 10
Ungverjaland 4
Luxemborg 3
Italía 2
Nýja Sjáland 1
Slóvenía 1
Ég vek sérstaklega áthygli á því að til Þýskalands voru aðeins fluttir 175 hestar, en Þýskaland hefur einmitt verið stærsti markaðurinn fyrir Íslenska hestinn og þess má geta að árið 1995 fluttu Þjóðverjar 1127 íslenska hesta! En, nú hampar Svíþjóð þeim titli með 388 innflutta hesta á árinu 2002.
Þetta er eitthvað sem við hestamenn þurfum að taka til skoðunar og athuga t.d. hvort við ættum ekki að reyna að markaðssetja hestinn betur í útlöndum.
Með von um bætt kjör fyirir hestamenn,
Sleipni