Hann heitir Byr og er Rauður rosalega fallegur. ég er nýbúin að fá hann. Hann er á fjórða vetri og er enn graður.
ég er aðeins byrjuð með hann búin að hringteyma hann mikið en var ekkert farin að kenna honum á beisli fyrr en í dag. hef látið hann éta með þau og allt svoleiðis en í dag fór ég að gera ýmiskonar beygjur bara inni í stýju. ég er búin að fara 2svar á bak á honum inni og í gær fór ég með hann út í gerði… þar sem að það er svo mikill snjór ákvað ég að fara á bak á honum og svo leysti ég hann en þar sem ég hef ekket gert með beisli krækti ég taumnum barasta í stallmúlinn og reið honum þannig :) hann gerði ekkert fyrst og ég komst svona fram og til baka á honum…. svo skvetti hann sér nokkrum sinnum og gerði ekkert meira. svo kom pabbi minn úr reiðtúrnum sínum og kom inn í gerði til mín og ég elti hann smá stund.
það sem mér finnst skemmtilegast með þennan fola að það er hvað hann er fljótur að læra.
eins og t.d um daginn labbaði ég með hann niðrá tún og hann reyndi nokkrum sinnum að hlaupa frá mér en tókst það aldrei hann er alveg hættur því.
þegar hann kom til mín í desember þá var hann slægur bæði með fram og aftur fótum en er hættur að slá með framfótum en svona var um sig að aftan. ég get alveg gengið afturfyrir hann.
það sætasta með þennan hest að hann veltir sér aldrei… hef aldrei séð hann gera það…… en liggur alveg inni í stýju að þegar ég klóra honum á bakinu þá alveg nytur hann sín í botn…. :) svo var um daginn þá var hann að missa barnatennurnar sínar…. hef aldrei séð neitt sætara :)
vildi bara deila þessu með ykkur…