Hæhæ!
Mig langar að segja frá því þegar ég tók fyrst þátt í kappreiðum í fyrra, og fannst það ALGJÖRT æði!
Það byrjaði þannig að sumarið áður (2001) hafði Björk (“stjúpan mín” :) tekið þátt í 300 m. brokki á hestinum sínum, og unnið.
Svo var komið sumar 2002 og hún spurði mig hvort ég væri ekki til í að verja titilinn hennar!
Ég horfði á hana og reyndi að afsaka mig með því að, “æi, ég væri nú að fara að keppa í unglingaflokknum og hafði ekki tíma til að skipta um hest- ég væri svo hrædd um að skít tapa þessu á sama hesti og hafði unnið árið áður- hesturinn hafði ekki gott af því, því hann væri orðinn svo gamall greyið…. ” og blabla bla! En í rauninn var nú bara sú að ég var skít-hund-hrædd um að gera mig að fífli!! :D
Björk náði svo að fullvissa mig um það sem ég vissi samt mætavel innst inni; að hann Surtur (hesturinn sem ég myndi keppa á) hann kynni þetta alveg og hann og ég myndum ekki klikka.
Ég var samt ekki alveg á því að fara, en þegar hún sagði mér líka að kappreiðarnar væru löngu eftir allar gæðingakeppnirnar,já;
þá vissi ég að það var engin leið utan um þetta.
Það var samt ALLS ekki það að mig langaði ekki til að taka þátt, mig langaði það sko ekkert smá, ég var bara skræfa.
En ég ákvað að kýla á það. Ég hafði engu að tapa og mikið að vinna, þar sem ég hafði aldrei gert þetta áður, og þrátt fyrir að vera ein á móti körlunum (sorry addi minn, en þú ert næstum karl! :) þá fannst mér það bara skemmtilegra! Ég skyldi sko sýna þeim að 13 ára stelpa gæti alveg verið með hér!
Allt í einu sló það mig að einn af hestunum sem var með okkur á mótinu (við höfðum farið ríðandi og vorum með nokkra hesta) var ekkert notaður í neina keppni! Og vegna kappreiða-æðisins sem nú var komið yfir mig, ákvað ég að skella mér bara í 300 m. stökkið líka! :)
Þegar brokkið var að fara að byrja, fór ég til að ná í vestið mitt (skærlit vesti með númerum sem maður er í við kappreiðar) Og þegar ég klæddi mig í prjónaði hjá mér hesturinn, og ég fann alveg að ég hlakkaði ekkert smá til að prófa þetta! þetta skyldi bara verða gaman!
Tvær ferðir voru farnar í brokki og við kepptum 3 á móti hvoröðru. Ég rúllaði þeim upp báðar ferðirnar og var geðveikt ánægð!! Ég hafði unnið! :D
Svo kom að stökki og þar vorum við nú bara 2, og frændi vann mig báðar ferðir. hesturinn minn hélt nenfilega að það ætti að elta, ekki fara framúr….
En það var allt í fína, það gerði þetta ekkert leiðlegra að hafa tapað! þá hafði ég allvega reynslu þangað til næst!
Á LM 2002 var ég að taka myndir fyrir hestar847.is og þegar kappreiðarnar voru, þá fékk ég að standa alveg við startbásana til að taka myndir! það var sko geðveikt gaman! maður sá hestana þjóta framhjá sér og ég náði mörgum góðum myndum við startið. Svona rétt þegar hestarnir voru að skjótast út.
Nú er ég orðin óð í kappreiðar og langar ekker smá að fá að taka þátt í sumar líka!
Hvað finnst ykkur um kappreiðar?
finnst ykkur ekki gaman að horfa á þær?
hafiði tekið þátt?
Endilega segið frá segið hvað ykkur finnst um greinina mína!
Með kappreiða-kveðju,
Ásta :)