Mig langar svolítið að biðja ykkur kæru sam-hesta-hugarar mínir um ráð.
Ég skrifaði kork sem hét “týndir hestar”, annan í jólum sem var um það að hestarnir hans bróður míns væru horfnir úr haganum. Núna er komin janúar og þeir eru ekki ennþá fundnir. Þetta var rauðskjóttur hestur og brún meri. Ég sagði bróður mínum að hringja í sýslumanninn (ég vona að hann hafi gert það) en ég hef ekkert heyrt í honum síðan þá þannig að ég veit ekki alveg hvort hann hafði eitthvað upp úr því. Það að ég hafi ekki heyrt í honum þýðir annað hvort að hestarnir hafi ekki verið þar (búið að bjóða þá upp) eða að hann hefur verið upptekin við það að koma þeim á hús.
Ég veit ekki mikið um hagagöngu, þar sem hið sameiginlega stóð sem við eigum með systkynum pabba eru ýmist inni í dal eða á túnunum hjá frænku minni(við notum þau á sumrin). En fer fólk í haga og stelur hrossum? Eru miklar líkur á því að hross strjúki úr högum? Ég veit að stundum hafa hross úr stóðinu okkar strokið úr dalnum og farið yfir á einhverja aðra bæi en þó þau séu lengi í burtu fáum við þau alltaf aftur. Er það slæmt að þau sé ekki fundinn eftir þennan tíma? Hvað getur maður gert ef búið er að bjóða upp hrossin og maður vill helst ekki missa þau? Við erum búin að fá pláss fyrir þau (búið að borga fyrir þau)og núna er það sem ég ætlaði að dunda mér við í vetur farið út í veður og vind. Ég ætlaði að fara fyrir hann og gefa, hreyfa og bara hjálpa honum. En er möguleiki að þau hafi kannski strokið í “sumar”/haust? Ég veit ekki hvort bróðir minn fór mikið til að heilsa upp á þau í sumar. Hann hefur verið frekar upptekinn.
Það er svo leiðilegt að þetta skyldi gerast. En getur nokkuð verið möguleiki að fyrri eigandi hafði tekið þau? Mér finnst það frekar ólíklegt en þar sem nróðir minn keypti þau af honum fyrir c.a. 1 ári….
Ég er bara í svo miklu rusli út af þessu. Öll ráð sem þið getið gefið mér væru æðisleg og ég (og bróðir minn) gætum alveg örugglega notað þau. Ég er bara svo hrædd um að við sjáum þau aldrei aftur…
Kveðja (og von um hjálp)
Animal