_________________________________________________
Góð aðferð við beislisvanda...
Jæja, nú er ég búin að fara nokkrum sinnum á bak Sprengju, og það er búið að sýna mér hvernig ég á að laga hana, því hún vill vera soldið taumstýf greyið. Aðal málið er auðvitað að toga aldrei á móti, aldrei kippa í tauminn eða vera stöðugt að “toga” hausinn á hestinum upp. Ef allt er gert rétt á hesturinn að fá sjálfstæðan vilja til að bera höfuðið hátt! Þess vegna til að byrja með á maður að vera með slakan taum en “nikka” samt reglulega sitthvoru megin, þá fær maður hestinn til að nota mélin rétt. Svo er gott að fara öðruhvoru í S á veginum en það getur samt gert hestinn pirraðan, og þess vegna þarf að launa honum ef hann hefur gert rétt með því að sleppa S-inu einhvern dáltinn spotta… Svo er líka rosalega góð tamning að ríða fet, gefa hestinum tauminn en halda samt soldið við… Muna að launa honum ef hann gerir rétt með því að gefa eftir í taumhaldinu! Þetta er það sem ég er að gera við Sprengju núna, og ég finn mikinn mun á henni eftir hvern reiðtúr, hún er alltaf að fara batnandi, reyndar hefur hún verið mjög góð frá upphafi en lengi má gott bæta og það er það sem ég er að reyna núna. Endilega prófið þetta ef hesturinn ykkar er eitthvað slæmur í beisli :) Good luck everyone!