Í gær var greint frá því hver er óumdeilanlega íþróttamaður ársins 2002. Einnig var þar greint frá því hverjir voru íþróttamenn ársins í sérsamtökum innan ÍSÍ.
Að þessu sinni voru það þau Logi Laxdal og Olil Amble sem hlutu þann heiður að vera útnefnd Hestamenn ársins 2002.
Að mínu mati átti Logi þetta svo fullkomlega skilið. Hann er réttnefndur skeiðkóngur heimsins. Nú í sumar hefur hann verið að brillera og ég mundi segja að toppurinn á árinu hjá Loga Laxdal væri þegar hann nældi sér í margföld skeiðverðlaun og 1. sætið á LM 2002 í sumar og eflaust margt margt fleira. Þetta er hreint og beint stórkostlegur árangur hjá hestamanni og ég vona svo sannarlega að hann eigi eftir að halda áfram að standa sig á næstu árum. Eiginlega finnst mér það nú hálfgert svindl að hann skuli ekki vera á meðal þeirra 10 efstu í kjöri.
Olil Amble þori ég ekki að dæma um hvort hún hafi átt að vera þarna því ég þekki voða lítið inná hvað hún hefur verið að gera á árinu. En þetta er svo sannarlega dugleg kona. Hún hefur verið að temja fjöldann allann af gæðingum á íslandi með meiru og svo verið að skjótast eitthvert út (man ekki hvert) til að halda reiðnámskeið og eflaust fleira.
Þetta var alveg ágætlega gott val í heildina nema það að það hefði svo sannarlega mátt vera hestamaður í hópi þeirra 10 efstu og eru mér þá efst í huga Logi Laxdal og Þórður Þorgeirs og ég skil hreinlega ekki afhverju Kristín Rós Hákonardóttir var ekki í 2. sæti.
Kveðja,
Sleipni