Hver er ekki á móti því að menn berji hross? Ég hugsa alli, eða flestir. En um daginn varð ég vitni að atburði sem ég á bágt með að jafna mig á.
Ég var fyrir norðan í sveitinni minni og við fórum í heimsókn á bæ. Ég hafði alltaf virt manninn sem bjó á honum vegana þess að mér þóttin hann klókur og mjög góður hestamaður. Ég og dóttir hans ætluðum að skella okkur í smá reiðtúr en hann heimtaði að við hjálpuðum honum að koma þrem (tömdum en styggum) hrossum inn í hesthúsið, við þyrftu hvort eð er að ná hestunum sem við ætluðum að hreyfa úr hópnum sem þessi hross voru í. Auðvitað neitar maður ekki og við rákum hrossinn í lítið gerði eða rétt eins og ég vil kalla það, sem er fyrir framan hesthúsið og byrjuðum svo á því að reyna að koma þessum þrem hrossum inn. Þessi þrjú vildu alls ekki inn og að lokum missti maðurinn alla þolinmæði og barði nokkur hross með priki sem hann hélt á (við vorum einnig með svona prik en bara til að taka meira pláss og setja fyrir hrossin.)Meðal annars hryssu sem er ljúfasti hesturinn á bænum, enda varð konan hans mjög reið og sagði: “Þú berð Flugu aldrei aftur. ” Ég var í sjokki, þetta voru svo ofsafull högg.
En svo sagði amma mér um kvöldið sögu sem hún hafði heyrt um þennan mann. Hann hafði fengið fola í tamningu og var búinn að vinna eitthvað með hann. En svo kom maður í heimsókn til hans og hann ætlaði að sýna honum gripinn. Folinn á að hafa verið mjög rólegur en um leið og hann birtist í hesthúsinu á hann að hafa tjúllast, prjónað, ausið og einhver ósköp…. Hann á líka að hafa snúið upp á eyrun á folanum… Kannski var amma að ýkja.
Svona lagað á ekki að eiga sér stað. Ég hef heyrt að hestar muni alltaf eftir þeim sem barði þá og ég trúin því að svona breyti hestinum algerlega.