zeldagirl kom með hugmyndir að greinum, t.d hestaferðir, þannig að ég ákvað bara að tjá mig smá….

ÉG fór í mína fyrstu fjallferð núna í haust (fyrir þá sem ekki vita er fjallferð 3-10 daga ferð inná afrétt að smala kindum) og það var alveg geðveikt gaman. Við lögðum af stað 9.sept. 16 saman, hver með 2-3 hesta og riðum inn að Kletti (á Skeiðaafrétti) og þar gistum við um nóttina. 10.sept var svo riðið inn á Skeiðamannafit þar sem hin árlega glímukeppni fjallmanna fór fram með glæsibrag…. morguninn eftir var lagt af stað í smalamennsku um sjöleitið, en það var mikil þoka svo við vorum í nokkrum hópum en ekki bara hver og einn maður alveg sér. Svo vildi nú til að minn hópur villtist af leið, enda minnst reynslan í þeim hópnum, en við komumst nú til skila, 3 tímum of seint…. þá var þokunni farið að létta og hver fór á sinn stað til að reka kindurnar frameftir. Við rákum langt fram í myrkur og var klukkan að verða 22 þegar við komum niður í Klett. Ég var gjörsamlega að drepast úr þreytu og borðaði bara og fór svo að sofa. 12. sept. vorum við farin af stað um sjö og ég og einn náungi þurftum að labba slatta til að byrja með, því það svæði var óreitt, en svo fengum við nú hestana aftur, veðrið var ágætt og við vorum með kindurnar niður í Skaftholltsréttir um 20:30. Daginn eftir (13.sept) var svo allt féð rekið niður í Skeiðaréttir og var það komið þangað um 21. Daginn eftir var svo réttað en ég hafði ekki nokkra einustu orku til að fara á ball, hvorki 13. né 14. sept, algjörlega að drepast úr þreytu!!! Ferðin var geðveikt skemmtileg, það var mikið sungið og drukkið á kvöldin í kofunum eins og fjallmanna er siður… Any questions???
_________________________________________________