Jæja, nú verð ég eins og alltaf að fara að róta til í “leiðilegu” umræðunum, en mér finnst samt þetta mál eigi umræðuna skilið. Þetta er ósangjarnt -MJÖG- að mínu mati og er mál sem hestamenn ættu ekki að sætta sig við.

En best að útskýra hvað ég er að tala um yfirhöfuð, áður en ég byrja!

Norðlingaholtið, hesthúsahverfi rétt hjá Fákshúsunum (ef maður fer í gegnum undirgöngin og upp bröttu brekkuna er maður kominn), rauðhólar eru þarna rétt hjá og mjög fallegar útreiðaleiðir, ef ekki einar bestu hér í bænum.
Þetta hesthúsahverfi sem tekur um 200 hesta ef ekki mikið meir, er oft kallað “harlem-hesthúsahverfið” eða eitthvað líkt því vegna ástandinu á sumum húsum þarna. Þarna er gott að vera í húsi og mörg hesthúsin þarna eru ekki eins inní og þau eru að utan. Sum þau hús sem ekki líta vel út af utan eru mjög flott og með nýjum eða nýlegum innréttingum að innan. Svo þetta er ekki vegna þess að þetta er allt að hrynja að borgin hefur allt í einu ákveðið að fara að byggja þarna????
halló, segi ég bara! hvað er eigilega að?
Sko, í fyrsta lagi er þetta land sem hesthúsin standa á með versta byggingalandi sem er í bænum, þarna er blautt og óstöðugt undirlag, ef svo má segja.
Í öðru lagi, eru mörg hesthús þar sem meðal annars ég og fleiri eru með sína hesta, og hvert eigum við að fara næsta vetur þegar búið er að rífa húsin okkar??
Og í þriðja lagi, þá er hægt að byggja á alveg ofsalega mörgum stöðum öðrum en akkurat þessum heilaga punkti á okkar íslandskorti!
En nei, það á að byggja í Norðlingaholtinu elskurnar mínar…!

Það átti að rífa húsið okkar í fyrra vetur, en við fegnum frest vegna þess að okkur var sagt frá þessu svona tvemur mánuðum áður en þetta átti að gerast! Auðvitað vorum við búin að heyra slúðrið um að það ætti að byggja hér, en við vissum ekkert fyrir víst fyrr en mjög fínn kall frá borginni í jakkafötum kom í heimsókn í hesthúsið okkar, meðan ég var að moka, og sagði okkur gleðifréttirnar!
Mér sjálfri langaði mest að sveifla skítaskoflunni framan í hann!! hann átti það eitt skilið, eða kanski voru það yfirvöldin sem áttu það.
Þegar við vorum búin að lýsa óánægju okkar hressilega, fengum við einn vetur í viðbót. Æ, takk, eins og sending frá Guði einn vetur í viðbót…. en hvað gerum við svo??
Þetta er alveg með mestu vitleysu sem ég hef heyrt.


Ég veit að það er byrjað að rífa hús þarna á svæðinu, og sjálf hlakka ég lítið til að vera þarna að temja hesta, með vélar um allt að rífa hús, laga HJÓLASTÍGA á hestasvæði, eða eitthvað annað! ekki það að þetta hafi ekki verið svona í fyrra, því það var það svo sannarlega, en þá héldum við að þetta myndi hætta næsta vetur þegar vinnan væri búin. En nei, þá fundu þeir uppá að taka hesthúsin okkar…… þetta eru nú meiri aularnir! Ætli þeir fái “kick” út úr þessu, yfirmennirnir, eða hvað sem á að kalla þessi fífl??


En gaman væri að vita hvort þið eruð að heyra af þessu í fyrsta skipti eða hafið heyrt af þessu áður, og hvert álit ykkar er á þessu?

ps. reiði mín er alveg óendanleg út í þetta fólk, að geta tekið þetta fallega svæði frá okkur hestamönnum, en ég held að það komi vel fram í greininni hvað mér finnst um þetta! :)
Og hvað ætla fáksmenn að gera þegar svæði þeirra verður alveg aflokað? ríða út í kringum hesthúsin sín eða?

Kv. Ásta