Þar sem allir eru að tala um hestana sína ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja….

Stormur: Hann er 2 vetra dökkjarpur hestur undan Forseta frá Vorsabæ og Glóð frá Fjalli. Bestasta frænka mín gaf ,ér hann þegar hann var folald :) Hann er alveg snarklikk í hausnum en á vonandi eftir að lagast. Hann verður fimmgangshestur og ætla ég mér mikið með hann í framtíðinni…

Sprengja: Hún er 7 vetra brún hryssa sem ég keypti fyrir rúmlega ári. Hún er svosem ekkert undan frægum hrossum; Spæni frá Langsstöðum og Dimmu frá Dalsmynni. Sprengja er OFSALEGA dugleg, fór fylfull í leitir og allt… enginn vissi reyndar að hún væri fylfull fyrren hún var orðin skuggalega bústin greyið… Sprengja er frábær töltari en ég hef lítið geta notað hana útaf “leynifyljuninni” en nú fer ég samt að taka hana inn og svoleiðis.

Djákni: Hann fæddist í sumar og er brúnstjörnóttur. Hann er undan Sprengju (minni) frá Langsstöðum og Leyndó frá Langsstöðum, hann er sem sagt slysafolaldið. Þar sem hann ersvona ungur veit ég nú lítið um hann, hann er allavegana geðveikt fallegur (svo segja þeir fræðingarnir allavega) en ég hef ekki efni á að eiga 3 hesta þannig að ég verð að selja hann. Sá sem kaupir hann átti Sprengju og á Leyndó þannig að ég lái honum það ekki að vilja kaupa Djákna… kannski kaupi ég hann aftur seinna???

Jæja, þá er ég búin að útlista hestunum mínum…
_________________________________________________