Hestarnir mínir Jæja, þar sem fólkið hér á hestum hefur verið að segja frá gæðingunum sínum þá fannst mér tilvalið að maður mundi prófa sjálfur.

Fluga: Flugu erfði ég af frænda mínum fyrir nokkrum árum. Hún er rauðblesótt á lit og mjög falleg, alþægur barnahestur, en eins og flestir barnahestar þá er hún alltof frek og löt en annars er hún alveg ágæt bara. Ég keppti á henni árið 2000 og sigraði meira að segja það var alveg ágætt.

Byr: Byr á nú eiginlega bróðir minn en ég verð í því að þjálfa hann í vetur og eitthvað áfram. Þetta er mjög flottur rauður hestur undan Andvara frá Ey snillingnum sjáflum. Hann er flottur hestur og við ætlum að reyna að keppa saman í vetur.

Iða: Iðu keypti ég núna í haust, hún er moldótt á lit. Ég veit nú ekki mikið um hana þar sem ég keypti hana í haust en hún er fædd snemma á sumrinu og er undan Háfeta frá Hvolsvelli. Hún varð nú eitthvað veik rétt eftir að ég keypti hana, fór að svitna og svitna en við höldum að það sé nú bara stress við eigandaskipti :)
Ef þið viljið sjá hana Iðu í reið þá skulið þið koma á landsmótið 2006 þið getið séð okkur þar í efsta sæti í B-flokki gæðinga of fl. :)

Vona að sem flestir eigi eftir að senda inn greinar um hestana sína kv. Sleipnir.