Ég er mjög sammála ykkur öllum!
Ég tók líka eftir þessi á LM 2002 og það var ekki bara þetta, heldur líka að einn dómari gaf kanski 7.5 og annar var að gefa nærri 9! Þarna getur auðvitað líka verið þetta “Foreldra og ætta” dæmi verið að spila inn, þið vitið, að sumir dómarar séu heiðarlegir og aðrir ekki. En sama þótt sumir séu heiðarlegir, er það bara ekki alveg nóg, ég meina við erum hér að tala um landsmót! Hvað er eigielga að??
Persónulega finnst mér að það ætti að taka allt þetta dómaralið í gegn, láta þá fara í námskeið eftir námskeið og þurfa að hafa dæmt mikið meir en þeir þurfa núna til að geta dæmt á LM.
Svo er auðvitað önnur lausn að það verði bara ekkert gefið upp nafn knapa né hests og ekki ætt heldur. En þá væri auðvitað vandamálið að fólk þekkist á útliti.
Enn ein hugmynd mín er að það verði gerð sér nefnd sem heldur um alla dómara á landinu, bæði gæðinga, íþrótta og LM, en hún á ekki bara að gera það eitt, heldur líka geta tekið á móti kvörtunum frá fólki um dóma hjá dómurum! Auðvitað þyrfti að hafa sönnun fyrir sinni kvörtun og allt það, en ef einhver einn dómari væri kominn með vissan fjölda af kvörtunum, þá væri hann einfaldlega ekki dómari lengur! (ef það er ekki til svoleiðis nefnd, ég hef nú samt allavega ekki orðið vör við neitt þannig)
En hvað vill maður svo ganga langt í þessu?? Er það ekki bara sjálfsagður hlutur að það þurfi bara og eigi ekkert að vera að spá í þessu með nafn og ættir- getur fólk ekki bara litið í eigin barm og hugsað að ef það vill að aðrir séu heiðarlegir við þau, þá þurfa þau sjálf að vera það við aðra?
Þetta hljómar skynsamlega og sjálfsagt í eyrum sumra, en fyrir aðra er þetta greinilega ennþá dáldið erfið fæðing fyrir þau að skilja….. Eða bara viðurkenna??