Þetta er grein sem ég setti bæði inn á slúðrið á hestar847 og krakkavefinum sem er þar, og sem mér datt altl í einu í hug að setja inn hér.
Hún er dáldið gömul en ég ákvað samt að gera bara copy-paste, fannst hún nokkuð góð eins og hún er!
En látið þig mig endilega vita hvað ykkur finnst um þetta mál!
Þetta sem stendur hérundir er tekið úr spurningu sem send var til Lindu Karenar á “stóra” hestar847 vefinum.
“ Ég á í vandræðum með 8-9 vetra hest! Vandamálið er það að hann er latur og einnig er mjög erfitt að sitja hann. Hann var mjög þægur í tamningu og sýndi öll merki um ágætis konu/unglinga hest (samt ekki óvana)”
Ok, það stendur “samt ekki óvana” en í mínum eyrum hljómar þetta eins og að allir karlmenn séu betri knapar á erfiða hesta heldur en konur og unglingar! Hvað er málið?? Tökum dæmi: pabbi minn er venjulega stór maður, svona eins og flestir ca. 35 ára menn eru. Hann fer á hestbak í leitunum og svo fer hann stundum með mér og stjúpmömmu minni á bak. Samt er það ekki eins og að hann geti eitthvað frekar stjórnað erfiðum hesti heldur en ég, 14 ára og mjög lítil miðað við aldur! Ég hef verið í hestum síðan ég man eftir og myndi segja (án monnts!) að ég kynni alveg heil mikið í hestamennsku. Ég hef td. hjálpað til við að temja, verið fyrsta að fara á bak á nokkra hesta og á hest sem er alls ekki neitt lamb. Mér hefur verið treyst fyrir mörgu sem öllum öðrum yrði ekki treyst fyrir. Ég hef oft keppt á hestum sem ég hef sjálf þjálfað og byggt upp að hluta og svona get ég haldið áfram.
Sem sagt, mitt álit er að hvorki komur né unglingar séu eitthvað verri hestamenn heldur en karlar.
Þetta fer ekki nærri því bara eftir hvað maður er stór og sterkur, heldur líka hvað maður kann og hvað vilji manns og þolinmæði nær langt.
Ég á til með að verða reið þegar munur er gerður á kynjum og aldri, en auðvitað er ekki víst að öllum finnist sama og mér.
Kv. Ásta