Ef það væri dýrategund sem myndi byrja að þróa flóknari samskipti eins og að þróa raddböndin til að geta borið fram hljóð eins og menn og geta útskýrt allt með orðum eða læra að skrifa og hugsa sjálfstætt, fá sjálfsvitundina.
Horfa á hlut og geta greint hann og fengið hugmynd um hvernig hann virkar þá myndi eins og staðan er í dag þau örugglega ekki lifa í samfélaginu okkar.
Ég myndi kannski halda eins og staðan er í dag að ríkið myndi vilja drepa þessa dýrategund eða láta þau lifa í sínu landsvæði aðskilin okkur.
En,
segjum að ef svín hefðu alltaf verið á sama hugarstigi og við, myndu hugsa og tala eins, eini munurinn er líkami, það hefur alltaf verið svoleiðs, þá myndi mér erfitt að sjá fyrir mér að mannkynið myndi vilja búa með svínum og lifa í sátt og samlyndi.
Held að það myndi verða svínaheimur og mannaheimur, reyndar veit maður það ekki, kannski myndu menn og svín fara saman og lifa i sætti. Eða menn og hestar, það er kannski léttara því beikon, sleeeef.
Ég held að tölvan sé samt kannski betri en flestir í að hugsa og ekki koma út úr sér heimskulegum hlutum sem við erum meistarar í, allt sem tölvan segir meikar stærðfræðilegan sense. En það er samt kannski sumt fólk, klassískt fólk sem slær við tölvunni í að vera gáfað. Masterminds.
Enn sem komið er erum við skaparar og meistarar tölvunnar, kannski einn daginn mun hún taka yfir okkur ef hún er þegar ekki búin að því.