Ég átti við tón-, mynd- og ljóðlist, sem er oft lýst sem uppreisn úr höftum óbundins máls. Sú heimspeki sem ég kannast við er yfirleitt í óbundnu máli, svo hún situr líklega eftir þegar fönix listarinnar tekur til flugs. Annars eru orðin “list” og “heimspeki” svo liðug að það má örugglega finna eitthvað verulegt sniðmengi. En hvorugt felur í sér hitt, eins og ég skil þau. Eða, eins og ég hefði líka getað orðað það, “nei, ekki alltaf.”