Það verður aldrei hægt að leysa þessa ráðgátu, en hægt er að útskýra hana með hugtaki úr rökfræði sem oft er kölluð paradox, eða rökleysa. Til dæmis: “Þessi setning er lygi.” Paradox hoppar bara í hringi ef svo má að orði komast. Gosi talar > hann var að ljúga > nefið stækkar > hann sagði satt > nefið stækkar ekki (minnkar?) > hann laug > nefið stækkar ad infinitum…
Varðandi Gosa, þá er náttúrulega einfaldast að segja að Gosi sé ekki til í alvörunni og því sé þetta dæmi ekki til í alvörunni heldur. En annað svipað dæmi er kannski þegar maður spyr hvort Guð almáttugur geti byggt svo háan vegg að hann sjálfur gæti ekki komist yfir hann. Margir myndu þá svara því á sömu leið. Trúaðir menn myndu verða vitlausir og Aristóteles myndi segja að Guð gæti ekki snert efnislega heiminn, thus ekki getað búið til veggi.
En Guð og Gosi eiga það sameiginlegt að það er eitthvað til í þessu rugli öllu saman, það er eitthvað sem lifir áfram, eitthvað sem fær mann til þess að hugsa. Ef ég hugsa að Gosi sé til, þá er hann þó til í hausnum á mér, og hvað get ég verið meira viss um að sé til en það sem er í hausnum á mér? Sbr. kenningu Descartes; cogito, ergo sum.