Skyldusiðfræðin hans Kant kenndi mér merkilegan hlut nýlega, það voru kenningar hans varðandi refsingar.
Semsagt, skyldusiðfræðin sem fer eftir gullnu reglunni, segir að ef einhver brýtur af sér þá eigi að refsa honum og þannig virða hann og taka við honum sem manneskju, þannig að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum.
Ef einhver klúðrar einhverju eða brýtur af sér á sinni hálfu og það bitnar á samfélaginu, þá gjörir sá einstaklingur það sem hann vill að aðrir gjöri honum, og þá virðir samfélagið það með því að refsa honum.
Kant taldi einnig að refsingarnar ættu að vera í hlutfallslegu samræmi við brotin, þannig að ef einstaklingur myrðir mann, er refsingin sú að hann skuli vera myrtur.
Sókrates var minnir mig á öðru máli, las einhverntíman að honum fyndist versta refsingin fyrir morðingja að lifa að eilífu, eða ef það væri ekki fyrir hendi, eins lengi og unnt væri.. hehe, man ekki alveg hvernig þetta var.. gluggaði bara í einhverja bók nýlega og las svona snöggt yfir þetta
Að vissu leyti er ég reyndar sammála Sókratesi, ég get ímyndað mér t.d. fyrir hr. Fritz í Austurríki, að versta refsingin fyrir hann væri að henda honum frjálsum út á götu, því hann yrði eflaust píndur meira þar en nokkur stjórnvöld myndu nokkurntíman leyfa :p
Það var einu sinni útí Flatey á Breiðafirði, framið morð. Þetta hefur verið einhvern tíman rétt eftir aldamótin 1900. Þar var að verki ungur maður. Þessi ungi maður, sem var vel þekktur sprelligosi, var að vinna í skúr að kvöldi til með félaga sínum og ákvað að hrekkja hann aðeins. Hrekkurinn fólst í því að láta félagann drekka blásýru, ef ég man rétt, og eftir smávegis þrýsting fékkst félaginn til að drekka óþverrann og lét lífið stuttu eftir það.
Þetta var áður en dómstólar og lögregla réðu ríkjum. Fólkið sem bjó í Flatey þurftu því að taka ákvörðun um hvað ætti að gera við sprelligosann, og hafði þá sýslumaður lokaorðið. Þeir dæmdu hann þó ekki neitt. Hann borgaði enga peningalega sekt og gekk um sem frjáls maður. En hann varð aldrei aftur á lífsleið sinni sekur um það að grínast. Hann hélt sig til hlés, fékk lélegar vinnur og fíflaðist aldrei í neinum lifandi manni.
Langaði bara svona að skjóta þessu inní, fannst þetta voða sókratískt.
0
Mjög góð dæmisaga:) En enda var þetta brot gert í gáleysi, maðurinn hefur lært af mistökum sínum og ekki gert þetta aftur. Það er líka maður sem býr í sama bæ og ég sem einu sinni keyrði á ungann strák. Strákurinn dó og maðurinn var dæmdur í 2 ár í fangelsi fyrir morð af gáleysi. Auðvitað gefur það auga leið að dómurinn var óþarfi, maðurinn hefði án dómsins lært sitt, það er raun mesta refsingin að hafa dauða einhvers á samviskunni og maðurinn hefði lært sína lexíu án þess að þurfa að hugsa um hvað hann gerði í 2 ár í steininum.
Tíminn er eins og þvagleki.
0