Ég tel þetta frekar tengjast lífeðlisfræði, og einnig sálfræði…
En hinsvegar má alltaf velta einhverjum heimspekilegum spurningum/kenningum upp.
Þessar fræðigreinar tengjast oft á tíðum samann að einhverju leiti.
En þess má til gamanns geta að á sjönda áratugnum spratt einmitt upp stefna er heitir OP Art (Optical Art), sem tók einmitt á svona skynvillu.
Menn innan þessarar stefnu notfærðu sér veikleika í sjónskynjun okkar, til þess að mynda óþægilega hreifingu á litum og formum sem voru jú sammt kyrrstæð.
Helstu listamenn innan þessara stefnu eru t,d. Victor Vasarely, Bridget Riley, Josef Albers, Richard Anuszkiewicz, François Morellet Og M.C Escher.