Mér datt í hug að þeim sem lásu formála “Handan góðs og ills” í útgáfu Bókmenntafélagsins, og fleirum, gæti þótt þessi mynd áhugaverð.
Tekið úr formála “Handan góðs og ills” (e.Arthúr Björgvin Bollason):
Þessi gamla snjáða mynd segir okkur ýmislegt um persónuna Friederich Nietzsche. Með ofurlitlu hugarflugi má líta svo á að tilburðir Lou Salomé í þá veru að keyra spenntan heimspekinginn áfram séu táknrænir fyrir það lánlausa hlutverk sem konur gegndu í lífi hans. Dapurlegur svipurinn á andliti vinar hans, Pauls Rée, er táknrænn fyrir þá erfiðleika sem yfirleitt fylgdu vináttusamböndum Nietzsches. Lou Salomé segir frá því í endurminningum sínum að Nietzsche hafi dregið vin sinn nauðugan viljugan á ljósmyndastofuna [...] Af því hvernig Lou Salomé segir frá þessu lítilfjörlega atviki má ráða að hvorki hún né Paul Rée hafi verið sérlega hrifin af þessari hugmynd Nietzsches.