Já, ég skal reyna. Án þess að ég sé sérfræðingur í heimspeki þá held ég að ég hafi fyrir satt að Descartes hafi talið að hið andlega og hið líkamlega mættust í heilastöð sem kallast heilaköngull. Villan sem Descartes gerði var að gera ráð fyrir að hið andlega og líkamlega væru eitthvað tvennt aðskilið. Þetta leiðir til vandamála eins og að skýra hvernig eitthvað andlegt, sem ekki hefur rýmd, getur haft áhrif á hið líkamlega, sem hefur rýmd o.s.frv.
Myndin sýnir svo “Kartíska leiksviðið”, þ.e. Descartes taldi að sjónskynjun færi þannig fram að geislar færu gegnum augun og svo myndaði maður einhvers konar “andlega” eftirmynd af umheiminum sem maður “sæi”. Þá lendir hann aftur í vandræðum með að útskýra hver sé að horfa á leiksviðið. Er það þá ekki einhver sem skynjar, og hefur hann þá ekki annað “minna” kartískt leiksvið o.s.frv. út í hið óendanlega.
gthth getur svo örugglega útskýrt þetta betur en ég.
Calliope