Ég er sammála Gthth um mikilvægi þess að kaupa bækurnar sem maður les. Með uþb sömu rökum og Gthth.
Ég get ekki sagt að ég afkasti miklu í lestri mínum. Ég les ekki á hverjum degi, nema á ákveðnum tímabilum, sem þá eru etv 1-3 mánuðir. Auk þess koma tímabil þar sem maður les bara Moggan og Huga.is ;)
Ég á það soldið til að lesa bækur að 1/3 og leggja þær á hilluna, taka svo fyrir ca fimm bækur á sama hátt áður en ég kem að upphaflegu bókinni, þá klára ég hana eða legg henni aftur búinn með ca 3/4 af henni. Þannig eru margar bækur opnar, sumar eru opnar í rúmt ár, jafnvel lengur, áður en þeim er endanlega lokað. ;)
Svo mætti skipta bókunum í þær bækur sem ég blaða í á daginn, og svo hinar sem ég gríp í áður en ég fer að sofa. Í fyrri hlutanum eru bækur sem eru þyngri, en á svefnborðinu eru annaðhvort léttar bækur eða stuttar bækur.
Forgangsbókin í dagflokknum, akkúrat núna, er: “Mathematical Thought from ancient to modern times” e. Morris Kline. Ég verð að viðurkenna að hún er seinlesin. ;) Aðrar bækur sem ég hef blaðað í dagflokkinum eru ma: “A History of Warfare” e. Jhon Keegan, “Undirstöður Reikningslistarinnar” e. Gottlob Frege (Lærdómsrit), “Um Skáldskaparlistina” e. Aristóteles (Lærdómsrit), “Hugleiðingar um Frumspeki” e. Descartes (pésinn á undan lærdómsútgáfunni), “Frumhugtök Rökfræðinnar” e. Erlend Jónsson.
Það eru engar forgagnsbækur í náttborðsflokknum. Ég les bara það sem ég er í skapi fyrir, eða nenni að lesa. Þær eru þessa stundina: “Glæpur og Refsing” e. Dostojevskí, “Modern Paintings (II)” e. Joseph-Émile Muller (örbók), “The Art of War” e. Sun Tzu (Algert must!!), “Rökfræði leiðarvísir um frumatriði rökfræðinnar” e. Guðmund Arnlaugsson, “The Story of Art” e. Gombrich, “Biblían” e. Hina og Þessa, það eru líka stundum landafræðibækur eða/og sögualtasar á náttborðinu mínu. Útprentanir af greinum Gthth (þe af heimasíðunni hans) liggja líka í bunka þarna á “náttborðinu”. ;)
Þó þetta sé slatti af bókum, ber það ekki vitni þess að ég lesi mikið, það ber mun frekar vitni um e-n skapgerðarbrest. Ég er svona bókahóra, sem vill lesa allar bækur, en vantar “saying-power”. Þal eru afköstin ekki góð, ca. 0-2 bækur kláraðar á mánuði, sem skýrist etv líka af því að ég les ekki skáldsögur allajafna.
Hmm.. rosalega eyddi ég nú mörgum orðum í þetta.
Kv.
VeryMuch