“Eftir lífið erum við alveg jafn dauð eins og fyrir það.”
Nema hvað, við erum ekki dauð áður en við fæðumst. Við erum ekkert, ef svo má segja - við erum ekki til í neinum almennilegum skilningi þess orðs. Ég var hvorki sæðisfruman í pabba né eggfruman í mömmu - það er ekki um neinn “Mig” að ræða fyrr en einhvern tímann þegar liðið er á meðgönguna (eða þegar eggið hefur frjóvgast og komið sér fyrir - ég er ekki alveg viss).
Svo getur alveg verið að við séum dauð, en samt til á öðru tilvistarstigi. Þá myndi þetta stig vera kallað “líf”, eins og við tölum um “lirfustig” hjá skordýrum, og síðan kæmi dauðinn - púpustigið. Og síðan kæmi eitthvað annað - þá værum við fullþroska, eins og maurar. Eða fiðrildi, ef mönnum er illa við maura.
Líf er jú eitthvað sem er aðeins að finna í efni, en hugmyndin á bak við þetta næsta tilverustig er einmitt að það er óefnislegt, það er ekki í efni heldur aðeins í anda (eða eitthvað álíka). Það væri því beinlínis rangt að kalla það stig “líf”.
En þetta kemur allt í ljós þegar maður deyr. Þá er bara að vona að engin trúarbrögð hafi komist nálægt sannleikanum :).<br><br>Þorsteinn.
All we need is just a little patience.