Mér hefur stundum dottið þetta í hug. Þá kannski sérstaklega í samhengi þess, að hugsa án orða. En að temja sér þá hugsunaraðferð tel ég vera til bóta, sökum þess að við erum í raun í nánari tengslum við merkinguna sjálfa.
Mín prívat kenning varðandi hugsanir gengur e-ð á þá leið, að skynjanir fara inn, og minnið getur síðan endurkallað þær, þessar skynjanir verða sífelt meira abstract, og verða síðan einskonar tákn, mis einföld, mis “grunnlæg”… og þannig kvíslast greinar hugsunarinnar frá rótum sínum.
Þessi inntaka, krefst að sjálfsögðu innbyggðra tækja, skulum við segja. Einskonar “vélunar”, skynjunar og minninga, þe úrvinnslu. Það sem er fyrir fyrstu skynjun (hvenær sem hún á sér stað, sem er í raun svaka flott spurning) er skv þessu aðeins tæki til úrvinnslu, án “data”.
Niðurstaðan er svo tréið sem bærist í sífellu, fyrir vindi hugsana okkar. Eða er hún eins og seglum prítt far, sem kannar úthöfin? Eða er þetta rafstormur, sem liggur í efnislegu vélaverki, í ljóskvikum brakandi breytingum, tengingum og nýmyndunum.
Þetta leiðir mig að vandamáli með hreyfingu og efni. Svo virðist sem efni sé að miklu leiti hreyfing. Einingin atóm, sem er stundum túlkað sem efnisögn, er í raun hreyfing minni eininga; sem enn eru stundum túlkaðar sem efnisagnir, en eru í raun hreyfing minni eininga einnig. Gengur þetta kannski koll af kolli án enda, í átt að hreyfingu án efnis? Eða er til hin minnsta eining? Og er þá sú minnsta eining, efni eins og við skiljum það? Er það okkur ekki að eilífu hulið, skv lögmálum sem mynda okkur og heiminn?! Eða felst svarið í röklegri byggingu heimsins, þe ef við ráðum það, gætum við hugsanlega náð niðurstöðu, án mælinga?
Er hugsunin hreyfingin í efninu?! (Hvað er tími?!)
Orð eru einfaldlega of klunnaleg fyrir hugsanir!!!
Kv
VeryMuch