Gthth:
Já ég kannast við Gettier-vandann, enda búinn að lesa greinina þína. :)
Sá vandi er að mínu mati ekki raunverulegur vandi. Þeas hann er mun fremur opinberun á frumstæði þekkingarskilgreiningar Platóns, enda var hann ekki sáttur við hana. (Ekki satt?)
Persónulega tel ég (hugsanlega) nauðsynlegt að skilgreinia sannleika sér, og á undan þekkingarhugtakinu. En þetta er enn að grautast í hausnum á mér, og hefur raunar legið í dvala í þónokkurn tíma. En stakar pælingar hafa stundum gott af því að liggja smá tíma í dvala, í einskonar marineringu. Þannig leysast þær ljúflegar og verða jafnvel meyrari undir tönn en ella. Þessi pæling er enn að marinerast í hugarfylgsnum mínum.
Ég sé ekki betur en að Ayer sé einnig e-ð óákveðinn. Hann talar eins og hér sé um að ræða góð skilyrði fyrir þekkingu, svona eins og garðyrkjumeistari myndi tala um garðinn sinn. Án þess að minnast á innri virkni sjálfra plantanna. Etv fellur Platón einnig í flokk garðyrkjumeistara. ;)
Báðir tala um sannleika, án frekari skilgreininga á hugtakinu. (En nú er ég ekki viss, þar sem ég hef lesið hvorugan nægilega, til fullyrðinga í þessu efni.)
Ég er á því að ef skilgreining á þekkingu felur í sér hugtakið SANNLEIKA, krefjist það skilgreiningar á hugtakinu, sannleik. Sem leiðir mig enn og aftur á gamalkunnar slóðir, þar sem sannleiki á aðeins heima í rökkerfum, og þal þekking einning. En það stendur ekki í vegi fyrir pseudo-sannleika eða pseudo-þekkingu. Eins og fyrri daginn, velta slík gerfi-hugtök á skilgreiningum, sem eru NB rökbinding á merkingu (eða e-ð í þá áttina). Etv velta öll hugtök á rökbindingu merkingar, sem oft er nokkuð lausleg, enda staðgenglar fyrir það sem liggur undir. (Etv eru hugtök, í máli, í letri og hugsanir á hugtakaformi, einhverskonar flokkun á e-m dýpri skilningi, einskonar metafísísk flokkunarfræði á föstum tilverunnar. Hmm.. geymum þetta í bili.)
Kv
VeryMuch
Jah.. Gettier-vandinn er a.m.k. mjög raunverulegur vandi <i>fyrir svona</i> skilgreiningar, eins og skilgreiningu Ayers, ekki satt? Og það er einmitt það sem honum er ætlað að vera.
Platon fellst á endanum ekki á að þetta sé endanleg <i>skilgreining</i> á þekkingu þó erfitt sé að lesa hann öðruvísi en svo að hann telji þetta allt nauðsynleg skilyrði. Og þar er ég nú eiginlega sammála honum.
En hvað sannleikann varðar, þá er engin tilraun til að skilgreina sannleikann innifalin í þessari tilraun til skilgreiningar á þekkingu. Þessi skilgreining er samrýmanleg nánast öllum skilgreiningum sannleikans, hvort sem það er samsvörunarkenning (eins og hjá Platoni, Aristótelesi, Russell, Austin og Tarski), samkvæmniskenning (eins og hjá Spinoza, Otto Neurath og Nelson Goodman) pragmatismi (eins og hjá Peirce, Dewey og James), afvitnunarhyggja (eins og hjá Quine), ofaukahyggja (eins og hjá Strawson og F.P. Ramsey) eða önnur naumhyggja (eins og hjá Paul Horwich). Það breytir engu. Það er ekkert í þessum kenningum um eðli sannleikans sem stríðir gegn því að menn samþykki þessa skilgreiningu á þekkingu. Það sem fyrst og fremst stríðir gegn því að þetta geti talist réttnenfd <i>skilgreining</i> er mótbára Gettiers.<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________
0
Gthth:
Hvað sem hvaða kenningum líður, þá stendur eftir að þessi silgreining er ófullkomin. Skilgreining sannleikans, og innlimun hennar í skilgreiningu þekkingar, er leið sem ég er að kanna, til mögulegrar framfarar. Orð eru til alls fyrst, en ég fer brátt að skulda emdir. Hver veit hvernær því stigi verður náð.
Kv
VeryMuch
0