Já, eins og ég var að reyna að segja áður ein eitthvert fífl kom og tók af rafmagnið þá er erfitt að útskýra stóuspekina í stuttu máli. Hún er flókið og víðtækt kenningakerfi með þéttriðnu neti raka sem nær til margra ólíkra sviða, t.d. siðfræði, þekkingarfræði, frumspeki, trúarheimspeki, rökfræði og heimspeki tungumáls og allt tengist þetta innbyrðis. Auk þess á stóuspekin sér langa sögu, margra alda langa, og tekur hún ýmsum breytingum í höndunum á hinum ýmsu höfundum.
Þannig að þú sérð glögglega að það er ekkert létt verk að útskýra stóuspekina.
Í stað þess að skrifa upp einhverja langa og flókna lýsingu bendi ég þér bara á grein sem ég hef þegar skrifað og er að finna hér á Huga.is, “Nauðhyggja og örlagahyggja hjá stóumönnum” (
http://www.hugi.is/heimspeki/greinar.php?grein_id=21285). Þessi grein fjallar fyrst og fremst um frelsi viljans í stóuspeki og uppruna þess vandamáls í vestrænni heimspeki en kemur einnig inn á önnnur svið, enda tengist þetta allt hjá stóumönnum eins og áður sagði og það er hluti vandans - þegar fáein atriði tóku að breytast varð að breyta mun meiru í kerfinu til þess að forðast mótsagnir. Þessa grein er einnig að finna á heimasíðunni minni með töluvert fleiri neðanmálsgreinum og heimildaskrá. Fyrir ábendingar um frekara lesefni bendi ég á þá heimildaskrá :)<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.