Miðgarður:
Ég man eftir einu svona hjá mér. Þegar ég var lítill hafði ég alltaf skilið orðið “vinkona” eða “vinkonur”, sem “vínkona” og “vínkonur”. Ég sá alltaf fyrir mér e-ð rautt, kannski þokukennda mannveru á litinn eins og rauðvín, þegar ég heyrði orðið. En svo komst ég auðvitað að hinu sanna einhverjum árum síðar. Lengi síðan var þessi vínlitaða táknmynd tengd við þetta orð, þegar hugtakið lék um hugann. Með árunum, hefur þessi myndræna hugtaka þynnst töluvert, og ég tel það miður.
En varðandi tungumálið og visku, þá tel ég hæpið að þar sé einhverja djúpa visku að finna. Sá sem hefur bestu tök á íslenskri tungu, ef slíkt er hægt, ætti væntanlega að finnast í íslenskuskori eða einhverju skyldu. Hversvegna hafa ekki mestu spekingar sögunar verið málfræðingar, ef viskan býr í málinu sem slíku?! Ættum við ekki að leita að Messíasi á meðal málfræðinga?! ;)
Eflaust leynist ýmislegt í hinu tæknilega máli, ýmislegt sem gott er að tileinka sér. Ef leyndardómar “sannleikans” leynast í því sem við getum kallað málið sem slíkt, þe tækið sem við notum til samskipta, þá er þessi leyndardómur væntanlega breytingum undirorpinn. Þar sem málið breytist og þróast, hlýtur sá “sannleikur” sem því tengist, að taka breytingum einnig.
En svo má beina sjónum að því sem helst óbreytt, í þróun tungumála. Þar gætum við fundið e-ð sem vert er að vita. Þeas ef það er e-ð sem breytist ekki, þegar tíminn mótar tungumál.
En að leita “sannleika” í tungumálinu sjálfu, virðist mér meinloka, eins konar pyttur, sem veiðir jafnvel besta fólk. Það getur verið fallegt á sinn hátt, en “sannleikur” hefur ekkert með estetík að gera.
Tungumálið sjálft, þe tækið sem við notum til samskipta, er táknkerfi, líkt og letrið sem ég er að nota hér, það táknar hljóð, og hljóðin tákna svo merkingu. Sannleikann er ekki að finna í leturtáknunum, og sannleikann er heldur ekki að finna í hljóðunum (tungumálinu). Við ættum frekar að kafa dýpra, handan tungumálsins, í merkinguna. En hljóðin sem mynda tungumálið, eru aðeins merkimiðar, eða flokkunarkerfi, líkt og þau sem við notum þegar við leitum á bókasöfnum. Við ættum að snúa athygli okkar að bókunum!
Hmm.. Þetta átti nú ekki að vera svona langt hjá mér Miðgarður. En þakka þér fyrir innblásturinn. ;) (Ekki taka þetta allt til þín, þetta er meira meint svona almennt, ekki beint endilega til þín. Þetta kom bara.)
Kv
VeryMuch