Nú er ég að lesa Veröld Soffíu, sem getur verið soldið þung á köflum en rosalega skemmtilegar pælingar. T.d. Vitur er sá sem veit hvað hann veit lítið….þetta eru alls konar svona setningar sem hún er látin pæla í hún Soffía…og verður til eitthvað úr engu? Þá er verið að tala um hvert frumefnið sé sem við öll erum komin af. Það er alveg hægt að hugsa þetta allt saman í hringi. Eins og oft á við í heimspeki. Til að vera góður heimspekingur þarf maður að undrast yfir hlutunum. Eða það stóð í sögunni :)