Apj:
Til þess að hægt sé að umvinda þessum fyrirbærum þarf væntanlega að finna punkt þar sem heitt og kalt mætast. Orðum þetta betur.
Það er ekki hægt að finna huglægan punkt á milli hins heita og hins kalda, þar sem nákvæmnin væri ekki endanleg.
Hlutlægt þyrfti að finna það heitasta, og hið kaldasta, mæla það ss og deila í með 2 og þá höfum við fengið út einhverskonar miðpunkt milli öfganna tveggja.
Um miðpunktinn væri hægt að umhverfa þessu.
Ef við gætum breytt þessu frá huglægu sjónarhorni, væri breytingin frekar lítil. Enda er sú hugmynd skáldskapur, eins og Lísa í undralandi, þeas hún inniheldur röklegar mótsagnir. Þar sem við myndum leita í kulda, þe lægra orkustig, og þal myndum við enda í klaka himni, þar sem allt er frosið og yndislegt og við að sjálfsögðu frosin í hel.
Hin hlutlæga nálgun, myndi eyða heiminum eins og við þekkjum hann. Hafið myndi gufa upp og yfirborð jarðar myndi vera glóandi eldhaf, á meðan td kjarni jarðar væri kaldur sem ís. Það þarf ekki að leyfa þessari hugmynd að leika lengi um hugan, til að sjá að heimurinn myndi fara í ástand mikilla breytinga per tíma einingu eins og við þekkjum tímann. Fyrir okkur myndi heimurinn væntanlega tortímast, með okkur. En það er ekki ólíklegt að heimurinn muni síðar ná jafnvægi, eins og við þekkjum jafnvægi hans í dag (en hvenær jafnvægi er það, jafnvægi, er væntanlega huglægt mat). En sá heimur er eins og augu gefa að sjá, ekki eins og sá fyrri.
Annars eru þetta eflaust óþarflega mörg orð um svona vangaveltur.
Kv
VeryMuch