Já nú spyrðu stórt.
Í fyrsta lagi, <i>gætu</i> stjórnvöld gert þetta? Spurninguna má skilja með tvennum hætti: a) gætu þau gert þetta, þ.e.a.s. gætu þau megnað að hrinda því í framkvæmd, eða b) gætu þau gert þetta, þ.e.a.s. kæmust þau upp með að gera þetta?
Ég held að svarið við a) sé augljóslega “já”, það væri ekkert mál að kaupa heilsíðuauglýsingu í Mogganum, DV, Fréttablaðinu, búa til sjónvarps- og útvarpsauglýsingar o.s.frv.
Svarið við b) er hins vegar flóknara. Ef stjórnvöld ofgera áróðrinum fer einhver (a.m.k. vonandi) að tauta og vekja á því athygli. Og það gæti meira að segja orðið til þess að skemma fyrir stjórnvöldunum.
Í öðru lagi spyrðu hvort það væri siðferðilega rétt. Og þetta er enn stærri spurning. Það er t.a.m. ekki ljóst út frá hvaða kenningu þú gengur þegar þú spyrð svona. Gengurðu t.d. út frá nytjastefnu, sem kveður á um að rétt breytni sé fyrst og síðast sú sem hefur bestu (langtíma) afleiðingarnar? Ef svo er, þá gætu menn skipst í ólíkar fylkingar og sumir sagt að já, það væri rétt en aðrir að nei, það væri ekki rétt. Hvorugur hópurinn á hins vegar létt með að reikna út þessar afleiðingar sem verið er að vísa til.
Svo getur líka verið að þú sért að ganga út frá allt annarri hugmynd um hvað sé siðferðilega rétt og hvað ekki, og um leið veltur svarið þá e.t.v. á því. Það má ræða það fram og aftur og hver hefur sína skoðun á því hvað er rétt og hvað er rangt og hver hefur sín rök en á endanum færðu ekkert svar við því fyrr en komið er á hreint hvað “siðferðilega rétt” er. Sumir hérna mynu t.d. neita því að nokkuð slíkt sé til og þeir hafa góð rök fyrir sínu máli, a.m.k. ekki verri en aðrir.
Þá er að lokum komið að spurningunni um hvaða áhrif þetta myndi hafa. Það liggur beint við að umfang áróðursins hefur mikið um það að segja hver viðbrögð almennings verða. En það er fyrir félagsvísindamann að geta sér til um það. Ætli það hafi ekki einhver tímann verið gerð könnun á áhrifum áróðurs? Hún hlýtur að hafa eitthvert forspárgildi. Í það minnsta meira en svörin okkar sem geta varla orðið annað en aumar ágiskanir :)<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________