Með ánægju. :)
Ég sagði reyndar aldrei að stríð væru góð, ég reyni yfirleitt að
sleppa öllum gildisdómum (þótt ég nái því kannski aldrei alveg).
Ég get heldur ekki fullyrt að heimur án stríðs sé ómögulegur, ég
sagðist halda það, þar eð mér finnst það líkleg tilgáta (Þangað
til annað kemur í ljós).
En ég get rökstutt skoðunina í ljósi kenningar sem mér er farið að
þykja afar vænt, complexity theory, eða margbreytikenningarinnar.
Ímyndaðu þér hrúgu af sandi. þessi hrúga myndaðist við það að
sandkorn voru látin falla stöðugt á sama staðinn. Eftir
smastund kemur að því að næsta sandkorn veldur skriðu. Það
kannast allir við þetta sem reynt hafa að byggja sandkastala.
Hvort skriðan verður stór eða lítil er engin leið að segja til,
EN hún er óumflýjanleg svo lengi sem sandkornin halda áfram að
falla.
Þetta virðist passa heim og saman við mannkynið, að minnsta
kosti líkist þetta rökréttri “skýringu” á stríði.
Svo dæmi sé tekið: Var Gustav Princip (svarta höndin) ekki
orsök tveggja heimstyrjalda? Hvernig hefði hann getað það ef
heimurinn væri ekki að því kominn að fara í stríð? Svo jafnvel
þótt hans hefði ekki notið við er alveg eins líklegt að
styrjaldirnar tvær ættu sér stað, það hlýtur hver sem er að geta
ímyndað sér.
Rétt eins og sandkornið sem veldur skriðu vegna þess að hrúgan
er aðframkomin af spennu. Hún hreinlega býður eftir því að
skriða komi. Hún er komin í “critical state”.
En hvað rökstyður þá tilgátu að heimur mannanna líkist sandhrúgu?
Jú, sama lögmál gildir um stærð skriða og stærð stríða!
Og ég er fullviss um að stríð (reyndar getur fleira, eins og
hungursneyðir komið til greina sem “skriða”) séu óhjákvæmileg
Á MEÐAN fólki fjölgar stöðugt.
Það er hins vegar ekki víst að fólki muni fjölga stöðugt, þar
sem er mikið af því virðist meira að segja draga úr fjölgun!
Svo ég hleyp nú ekki að því að FULLYRÐA að stríð séu óhjákvæmileg.
<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”
Alla spennu og allann ágreining er hægt að leysa án ofbeldis eða stríðs, þ.e.a.s. ef viljinn er fyrir hendi. það að fólki fjölgi hefur ekkert beint að gera með stríð. stríð voru til á þeim tímum þegar allir heimsbúar voru ekki jafn margir og fólk á vesturlöndum er nú, en samt er ekki stríð á vesturlöndum núna.
Ekkert stríð er óhjákvæmilegt. ef löndin sem tóku þátt í heimstyrjöldunum hefðu ekki verið eins hrædd um að verða undir í stríðinu og þau voru, hefðu þau mögulega getað stöðvað stríðið áður en það skall á.
Ég tel að með þeirri þróun sem á sér stað í heiminum núna, þ.e. að þjóðir og heimshlutar hafa meiri samskipti og annað, þá verði alltaf auðveldara og auðveldara að koma í veg fyrir árekstra og stríð. þetta endar með því að mannkyninið mun verða svo líkt og blandað að það verði í raun bara einn menningarheimur og þá mun ekki verða nein þörf á stríðum. það mun gerast ef við munum ekki eyða okkur sjálfum í einni allsherjar styrjöld áður. en stríðslaus heimur verður ekki til á meðan þjóðirnar halda áfram að byggja upp heri og spandera í fleiri tækjum til að geta drepið aðra. það er alveg víst.<br><br>——————————
ruglubulli 2002
,,allar alhæfingar eru slæmar"
0
Hvað gerist þá þegar fjöldi okkar fer yfir 12.000.000.000?<br><br>“Nature is definition.”
0
popcorn:
Þú mátt ekki rugla saman þjóðum/menningaheildum og einstaklingum. Stríð eru á milli hópa, glæpir og hryðjuverk eru bundin einstaklingum. Mér sýnist allt frekar benda til þess að stríð muni heyra sögunni til (þegar nokkrar meginblokkir hafa gert upp sínar sakir).
M.
0
Þú hlýtur þó að vera sammála að okkur geti ekki fjölgað
endalaust. Svo hvað GERIST þá þegar þeesu marki er náð,
þegar mannfólki getur ekki mögulega fjölgað meira.
Stríð eru ekki það eina sem gæti gerst. Vissulega gætum
við náð einhvers konar jafnvægi sem gerði stríð “óþörf”.
En hvað kæmi í staðinn? Myndi fólki einfaldlega hætta að
fjölga.
REYNDAR er það ekki svo ólíklegur möguleiki, fólki fjölgar
hlutfallslega mest þar sem er minnst af því (Iðnríkin vs. þróunarlöndin).
Hins vegar finnst mér ekkert “benda til þess” að stríð muni
heyra sögunni til, eða ef ú í það er farið, hið gagnstæða.
Ég segi einfaldlega: hvað sem er getur gerst, en EITTHVAÐ
verður það að vera.
Glæpir eru að sjálfsögðu bundnir einstaklingum. Þeir hafa
alltaf verið til staðar og tengjast þessu í raun ekki neitt.
Hryðjuverk hins vegar eru möguleikar á stríði. Það fer að
sjálfsögðu hvað þú meinar með “hryðjuverk”. Hryðjuverk eru
í mörgum tilvikum ekki svo óáþekk stríðsrekstri. Þau geta
gengið út á trúarskoðun, slæm kjör eða hvað sem er, en þau
eru oftar en ekki tengd hópum og skoðunum (ekki endilega
þjóðum þó).
Ef heimurinn er kominn í critical state, þarf ansi lítið til
að til átaka komi. Og því lengur sem þetta critical state fær
að vaxa, því meiri hætta er á að þessi átök verði stórátök.
Svo þegar friður ríkir þarf samt að spyrja: Hversu stöðugur
er þessi friður? Mun hann haldast, eða getur hvað sem er komið
af stað stórstyrjöld?
En enn sem komið er þykist ég ekki vita neitt.<br><br>“Nature is definition.”
0