Það sem ég þarf að vita, er að við erum langt frá því að skilja heilann.
Það sem ég þarf að VITA er að maður verður heimskari eftir því sem heilinn er flóknari.
Og, tengt þessu, þá veit ég að heilinn er flókinn, þessi margbreytileyki gerir okkur gáfaðari, en ekki nógu gáfuð til að skilja hann, ef að heilinn fer nú að draga úr gáfunum okkar, alveg þó nokkuð, til að við skyldum hann til fullnustu með þessum gáfum, yrðum við of heimsk til að skilja hann - þá færði hann okkur ekki þetta ímyndunarafl og rökfærslu, þessa miklu forvitni og getu til rannsókna.
Eftir því sem heilinn verður einfaldari og ómerkilegri, minnkar geta manns við að rannsaka, töluvert, það veit ég, og við gætum ekki hugsað eins mikið um hann, okkur dytti ólíklega í hug einhverjar snjallar kenningar, og getan til að rannsaka hann minnkar.
Mér finnst liggja í augum uppi, að hlutfallið er neikvætt á þínum skala, reyndar, ég held að þetta sé nú einfaldlega með jafnvægi, að það vanti alltaf jafnmikið uppá, en ef þú vilt fara að gera okkur nautheimsk, þannig að heilinn okkar sé bara einhver blaðra í hausnum á okkur sem lætur okkur hreyfa okkur, og fá öðru af minningum og hugsunum, þá myndum við varla vita af honum.<br><br>—————————–
Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________
Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.