Ég vil benda áhugasömum á að nýr árgangur Hugs, tímarits um heimspeki, sem Félag áhugamanna um heimspeki stendur fyrir, er kominn út. Reyndar er um tvo árganga að ræða, 12.-13. árgang (2000-2001) eins og síðast en þá kom út 10.-11. árgangur (1998-1999). Hins vegar stendur til að laga útgáfumálin núna og sagt er að við getum átt von á 14. árgangi (2002) núna í haust.

Í nýútkomnu tölublaði kennir ýmissa grasa, en þar er m.a. að finna greinar eftir Loga Gunnarsson, Atla Harðarson, Vilhjálm Árnason, Jón Ólafsson, Kristrúnu Heimisdóttur og Árna Snævarr en einnig þýddar greinar eftir G.E.M. Anscombe og W.V.O. Quine auk ritfregna þar sem greint er frá öllu því helsta sem komið hefur út um heimspeki á íslensku 1999-2001.<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________