Það er rétt, það virðist sem allir svarmöguleikarnir útiloki eitthvað. En einn er a.m.k. tvíræður. Það er svarmöguleikinn “annað…”. Hann má skilja bæði sem svo að maður vilji sjá eitthvað tiltekið efni annað en það sem gefið er upp í hinum svarmöguleikunum tekið fyrir hér á Heimspeki, eða sem svo að maður vilji svara einhverju öðru en því sem gefið er upp sem svarmöguleikar, t.d. ef maður vill sjá blöndu af svarmöguleikunum sem gefnir eru upp o.s.frv. Sem sagt, það má líka skilja hann sem svo að “annað…” vísi ekki til annars efnis sem maður vill sjá heldur annars svars sem maður vill svara, t.d svars sem útilokar ekki neitt. Þannig er þessi “annað”-svarmöguleiki oft notaður hér á Huga sýnist mér. Og þess vegna leyfði ég mér að samþykkja könnunina, enda leita ég oftast leiða til að réttlæta það að samþykkja sem mest þar sem ég vil helst ekki útiloka neitt heldur :)<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________