Útskýrðu þá sem snöggvast fyrir mér:
Ef maður ferðaðist á næstum ljóshraða í 40 ár
yrði hann aðeins fáeinum dögum eldri en þegar
hann lagði af stað.
Hvers vegna?
Þú getur því miður ekki neitað algjörlega að
trúa þessu því tilraunir á klukkum hafa sýnt að
þetta stenst.
Þetta bull er að finna í afstæðiskenningunni sem
segir einnig að tíminn sé fjórða víddin.
Svo máttu heldur ekki vanmeta huglæga tímann, þeas
hæfileika þinn til að sjá orsakir og afleiðingar
og þannig “skynja” tímann.
Við þurfum ekki að “finna” tímann upp, meðvitundin
gerir það fyrir okkur. Þannig er hann hluti af þér.
Þessi “skyntími”, ef ég má kalla hann svo, hlýtur
einnig að eiga sér orsök í “raunverulega” eðlisfræði-
tímanum. En til þess, því miður, þarf hann að vera til.<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number
of typewriters are able to, and will most probably,
produce an infinite amount of gibberish. –quote me!