Gefum okkur það að maður standi á Norðurpólnum. Hann byrjar að grafa sig ofan í jörðina, inn í miðju hennar. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera það en gefum okkur það að hann gæti það. Hann fer inn í jörðina, með fæturna að undan. Þá er spurningin, hvað gerist.
Ef vinur okkar heldur áfram framhjámiðju jarðarinnar, og lengra niður, alltaf með fæturna á undan, eins og hann sé í lyftu, og færi alveg að suðurpólnum og græfi sig þar upp væri hann þá ekki á hvolfi?
En það er ekki hægt! Gætuð þið ýmindað ykkur að standa á suðurpólnum og sjá mann grafa sig upp með fótinn á undan? Nei. Þannig að maðurinn hlýtur að festast í miðju jarðar. Og það er ekkert nema fáránlegt.
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður