Fín ályktun, allt í lagi, en hvað segir hún
okkur um eðli litanna?
Getum við fundið gulan út með því að hafa
bara bláan?
Í raun er ekki hægt að tala um andstæður sem
slíkar hér, fyrir utan að það hjálpar okkur
ekkert að skilgreina andstæður frumlitanna,
and-gulur er til dæmis hvorki rauður nér blár.
Þríhyrningar hafa engin mótstæð horn, ekki
hægt að finna andstæður þar heldur.
Annað dæmi um þessa “þrí-skiptingu” er skapið.
Hvort er reiði eða vonleysi andstæðan við gleði?
Í rauninni koma bæði til greina, því bæði eru
“neikvæðar” tilfinningar, gleði hins vegar
“jákvæð”.
{ gleði } vs { vonleysi, reiði }
Þetta er hentugt! Nú geturðu sett allar neikvæðar
skapgerðir hægra megin og jákvæðar vinstra megin.
Skap skilgreini ég bara sem tímabundna tilfinningu.
Hamingja og sorg eru aðeins stærri um sig og passa
því ekki inn.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”