Ég fór að spá hvernig allt hefur áhrif á allt annað. Auðvitað hefur þetta verið gert áður en mér fannst þetta samt sniðugt.

Ég er eins og ég er af því að t.d. Asía er til - Japan - Tókíó - og Chen Whaui (Það er róni sem býr í Tókíó og hefur eitt mestallri ævi sinni á götunni og étandi uppúr ruslatunnum.

Ef að Chan Whaui væri ekki til væri ég ekki eins og ég er í dag. Chen Whaui er til í vitund fullt af fólks sem býr í hverfinu þar sem hann býr og fólkið þar er til í vitund margs annars fólks og þetta endar allt á manni sjálfum svona nokkurn veginn. Ef Chen Whaui væri ekki til er ekki víst að allur heimurinn væri eins og hann væri (mjög sennilega ekki) en hann er til í vitund fullt af fólks sem gerir það eins og það er og þar af leiðandi er ég eins og ég er með þá vitund að það ER til Asía - Japan - Tókíó og róninn hann Chen Whaui. Ég er ég af því að hann er hann.

En allvega, látið það koma!!