Nei, því miður hefur sú kenning verið felld. Það þykir ólíklegt að efnisheimurinn sé endalaus ( þó við vitum ekki hvað sé fyrir utan hann), en við vitum að hann er ekki fullur af efni, meira að segja vitum við að tómarúm er í miklum meirihluta framyfir efni. Svo að ef heimurinn væri óendalega stór, þá væri til óendanlega mikið af tómarúmi, en af því að efnið er svo miklu minna en tómið, þá nálgast það 0 í samanburði (þar sem fallið yfir magn tómarúms vex óendalega mikið hraðar í átt að óendanleika en fallið yfir magn efnis). Þannig að spurningin er: “Ef alheimurinn er óendanlega stór, er þá ekkert til?”
p.s. annars er ég þreyttur núna og það gæti verið að ég sé bara að bulla.
p.p.s. Fyndin pæling í hitch hiker guide samt, dýnuframleiðendur vissu að í heiminum væru óendanlega margar plánetur, og svo að sérhvert hugsanlegt lífsform hlaut að finnast á einhverri plánetu. Þá fóru þeir og fundu plánetu þar sem dýnur uxu, fóru og tóku þær, drápu og þurrkuðu, svo voru verslings dýnurnar seldar. Og þannig slapp dýnuframleiðandinn við að framleiða dýnur.<br><br>Betur sjá augu en eyru.