Nei, Þetta er ekki sambærilegt. Því þetta er afleiðsla en ekki tilleiðsla (aðleiðsla) og það heldur því enginn fram að að með afleiðslu skapist ný þekking. Þetta hefur meira með þaðað gera hvernig eina setningu leiðir af öðrum.
Hér væri verið að gefa sér það sem á að sanna <i>ef og aðeins ef</i> “Sókrates er dauðlegur” ætti með einhverjum hætti að styðja fyrri forsenduna, “Allir menn eru dauðlegir”. En það er ekki málið. Hún er fengin út með venjulegri tilleiðslu, þ.e. með alhæfingu út frá reynslu.
Gefum okkur að Platon hefði t.d. komið með þessa röksemdafærslu á meðan Sókrates var enn á lífi. Þá hefði verið ómögulegt að alhæfingin í fyrri forsendunni væri studd af niðurstöðunni (“Sókrates er dauðlegur”). Því enginn hafði jú enn séð hann deyja.
En eins og ég segi, það heldur því enginn fram að niðurstaðan sé ný þekking og það myndi enginn fallast á að forsendurnar, nánar tiltekið sú fyrri sem er alhæfing, styddist við niðurstöðuna, heldur miklu frekar að hún væri alhæfing byggð á <i>öðrum tilfellum</i>. Þess vegna er þetta ekki hringferð í sönnun.
Popper var ekki meðlimur í Vínarhringnum (ég geri ráð fyrir að þú kannist við hann). En hann var nátengdur meðlimum hans og var sammála þeim um eðli heimspekinnar. Hún átti að vera analýtísk og ekkert annað. Hvað þýðir það? Jú, hún átti að vera “logical analysis” þ.e. enningar hennar áttu að byggja á rökgreiningu. Það átti að greina hvað felst í orðum og hugtökum og finna mótsagnir. Þannig átti að leysa vandamál heimspekinnar. Og það er einmitt það sem Popper gerði sjálfur. Hann greindi vandann og benti á hvað var að. <br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________