Ég er á því að hlutirnir “séu” bara. Heimurinn bara ER, og svo eru það við, og við öll saman.

Við sem erum alltaf að baxa e-ð og bardúsa og viljum heiminn með í okkar vélum og klækjum.

Nei, heimurinn er heimurinn og við erum við, og við erum heimurinn. En það kemur okkar plottum og pólitík ekki við.

Um leið og maðurinn hefur tekið sér stöðu, og ætlar sér e-ð plott, fer hann að líta í kringum sig eftir hentugum bandalögum og traustum tólum og tækjum, sem hann vélar með sitt nýjasta fyrirtæki. Af þessu eðli mannsins sprettur sú tilheiging til að gefa öllu gildi. En gildi ráðast af viðmiði, en viðmiðin eru valin af mannfókinu, og fer venju samkvæmt, eftir því í hverju nýjasta plottið og pólitíkin felst. Menn eru ákaflega hugmyndaríkir þegar það kemur að málum sem þessum, og því er ómögulegt, eða því sem næst, að álykta um markmið og þal gildi hluta, almennt. En þó virðist maðurinn samur við sig, sem leiðir til kenninga um e-ð mannlegt eðli. En hið mannlega eðli er einmitt hægt að nálgast, með því td, að fylgjast með mannsins vélum og klækjum, sem fela merkilegt nokk í sér gildi og viðmið.

Það dettur engu nema mannskepnunum í hug að velta fyrir sér hinum fullkomna heimi. En þó myndu hin dýrin í skóginum væntanlega einnig deila með okkur mannfólkinu sínum eigin hugmyndum um hinn alfullkomna heim. Þeas ef þau kynnu að tala, sem þau hafa enn ekki lært. Sem er synd, því mér þætti samræður við aðrar skepnur en mannskepnuna einkar kærkomin tilbreyting.

En þó dýrin hafi enn ekki lært að tala, mætti maður ætla að e-ð sé hægt að dæma um væntanlegar skoðanir þeirra, út frá daglegu atferli þeirra. Ég er td annsi nokkuð viss um, að heimur hinn mesti og besti í huga grasbíta, feli í sér mikið magn af grasi. Einnig gæti ég ekki séð fyrir mér að nokkur api, með einhvern vott af sjálfsvirðingu, vildi sjá heim án trjáa, og ekki mundu þar spilla fyrir nokkur banatré.

Það er mikil synd að blessuð dýrin hafi ekki lært þá list að tjá hugsanir sínar með hljóðum. Þó höfum við mannfólkið staðið framarlega í að sannreyna og fínpússa þessa aðferð, með undraverðum árangri. Sumir mínir mælsku bræður hafa jafnvel gengið svo langt, að draga hugsanir þeirra í efa, þar sem þau hafa aldrei sagt stakt orð í heyrenda hljóði, íþm í ekki af neinu viti. En það er nú önnur saga.

Nei, þetta eru bara við. Við sem hugsum um fullkomna heima og tjáum þá með hljóðum. Mikil ósköp!

Á meðan beljurnar bíta grasið í haganum, og aparnir sitja uppí tré að borða banana; höldum við mannfólkið áfram að hugsa um fullkomna heima. Og við munum líka, án efa, tjá þá með orðum.

Kv.
VeryMuch