Það borgar sig oft að lesa um heimspekinga áður en maður reynir að lesa texta eftir þá; í tilfelli Nietzsche er til dæmis vert að hafa í huga að hann var fornfræðingur að mennt og um tíma mikilsmetinn sem slíkur. Þetta endurspeglast í ritum hans að því leiti að margsinnis í ritum hans er vísað til fornra rita og manna sem manni er ekki kunnugt um. Þar að auki er ritstíll hans afar skáldlegur, sem aftur endurspeglar hann sem fræðimanns á sviði fornra sagna og ljóða. Það gerir texta hans mun torveldari og oft margræðan (og sérlega erfiðan í þýðingu!), þess vegna eru uppi margar hugmyndir um hvert raunverulegt innihald heimspeki hans er og um tíma var mjög vinsælt að sálgreina persónu hans í þaula.
Ef þér er alvara um að leggja stund á heimspeki hans gætir þú lesið eitthvert nútíma fylgirit eins og A Companion to Nietzsche frá bókaforlagi Blackwell. En þú gætir alveg lesið Handan góðs og ills í íslenskri þýðingu ef þú bara googlar þig áfram þegar hann vísar til einhverra furðulegra hluta (sem gæti reyndar reynst erfitt ef þú ert ekki með enska bók til hliðsjónar).