Ég held að það sé ekki hægt að skilgreina almennt rökréttasta leikinn fyrir hvaða stöðu sem er. Það er t.d. hægt ef mögulegt er að máta í næsta leik, því þá hlýtur mátleikurinn að vera rökréttastur. Skák gengur jú út á það að máta andstæðinginn.
Annars er fyrir langflestar stöður ekki til rökréttasti leikurinn, því næsti leikur veltur á því hvert framtíðarplan keppanda í skákinni er, t.d. hvort hann hyggist verjast eða sækja en hvort tveggja getur leitt til sigurs.
Að sjálfsögðu eru til stöður þar sem annar keppandinn er þvingaður til að leika á einhvern ákveðinn hátt og þá hlýtur sá leikur að vera rökréttastur í þeirri stöðu.
Niðurstaða: Ég tel að það sé aðeins til almennt rökréttastur leikur ef keppandi er þvingaður til einhvers leiks, sem er þá væntanlega eini og þar með rökréttasti leikurinn í þeirri stöðu. Fyrir almennar stöður tel ég að rökréttasta leikinn sé erfitt að skilgreina, meðal annars vegna þess að möguleikar á framvindu skákarinnar eru svo gríðarlega margir að mismunandi leikir geta leitt til sigurs, því rökréttasti (ef til er) næsti leikur andstæðingsins fer eftir hvað maður lék seinast.