Þú trúir því svo blint að fimbulflams sé svo gáfuð manneskja að þú heldur að eina ástæðan við getum verið ósammála sé af því annar hefur rangt fyrir sér og hinn rétt fyrir sér. Þú setur upp þá forsendu að ég hafi haft rangt fyrir mér, ef þú lest samræðuna frá orði til orðs þá kom aldrei til að ég hafði rangt fyrir mér og var það aldrei vandamál, ég er heldur ekki að halda neinu fram heldur aðeins að vitna á aðra menn.
Hann nefndi að hann skildi þig ekki, Fimbulfamb væri gáfaður og hann hefði haft ánægju af því að rökræða við hann til að svara gagnrýni þinni á rökræðuhæfni hans og persónulegum skotum þínum á hann.
Hann gaf sér ekki þá forsendu að þú hefðir rangt fyrir þér, heldur leiddi hann það út frá fjandsamlegu viðhorfi þínu.
Þú hélst líka fram ýmsum hlutum (til dæmis: “Orðið andi hefur samt víðtæka merkingu.” og “Þú gafst engar fokking röksemdir!”) og þó að þú hefðir ekki gert annað en að vitna í aðra, þá ertu samt að minnsta kosti að andmæla þeim sem þú ræðir við með því að vitna í verk annarra sem eru ekki á sömu skoðun.
Fimbulflamb er örugglega ekkert vitlaus strákur, en ef hann gæti tjáð sig á meira opnandi, örvandi og sveigjanlegri hátt væri hægt að njóta góðs af þekkingu hans og komast að einhverri niðursöðu úr málefnum.
Þvert á móti þá ert það þú sem þarft að bæta þessa hluti.
Textarnir frá Fimbulfamb eru mjög skýrir, hann svarar yfirleitt öllum spurningum en ekki bara sumum, kemur með rökin fyrir skoðunum sínum í einfölduðu formi í stað þess að vitna í rit eða fyrirlestra þar sem þessi rök er að finna og segja ekki beint hver rökin eru. Svo er hann opinn fyrir því að skipta um skoðun og kemur ekki með lágkúrulegar persónulegar árásir.
Þig, hins vegar, skortir alla þessa mannkosti. Ég gæti nefnt fleiri atriði en þetta eru þau helstu.