Fer svolítið mikið eftir því hvað annað manni væri sagt, tel ég.
Ef barn er frætt um heimin og þau vísindi sem liggja á bak við hann, en ekkert er minnst á trúarbrögð, þá tel ég að maður myndi ekki trúa á neitt slíkt.
En ef barni væri ekki sagt NEITT og það myndi vaxa upp í algjörri óvissu og með engar hugmyndir um heiminn nema þær sem það mótar sér sjálft út frá eigin reynslu tel ég að það myndi líklegast forma sér einhverja hugmynd um æðra vald, hugsanlega sólina eða einhvern náttúru-guð líkt og mannfólk til forna.
Nýju undirskriftar reglurnar sökka