Hluti I
1.<Það Alvald sem um er talað er ekki Vegur eilífðarinnar. Það nafn sem unnt er að fá því, er ekki ímynd hins eilífa.>
Það sem raunverulegt þykir í hversdagsleikanum sjáum við öll með okkar eigin sjónarhorni. Það sjónarhorn er alveg rétt hjá öllum í ljósi þeirra upplýsinga er við höfum verið mötuð á. Æðsta takmark mannsins er þekking og það geta líklegast allir viðurkennt að það er svolítið gaman að læra eitthvað sen gagnast þeim í hinu daglega lífi. Það er oft ríkjandi hjá fólki að það hefur áhyggjur af því hvort það mun lifa einhverskonar lífi eftir þetta líf þó að enginn geti sannað það, þá finnst mörgum mjög gott að trúa því vegna ótta um það að orðspor allra eru ekki eilíf. Þessi sterka kennd um að halda áfram að vera til annaðhvort í hugum fólks eða í annarri veröld virðist gera fólk sáttara. Ef eitthvað sem er miki stærra og æðra en við stjornar flestu eða öllu á einn eða annan hátt, hvað getum við þá gert til að fá meiri stjórn í hendurnar og það sem meira er treystum við öllum í kringum okkur til að stjórna þá með okkur?