Ætlarðu að réttlæta að mannkynið sé betra núna og raunveruleikinn sem við erum setir í vegna þess að í dag deyr ekki fólk úr lungnabólgu? Ég hefði nú alveg viljað labba um jörð jarðarinnar fyrir 200 árum.
Ég var ekki að réttlæta neitt. Ég var að koma með einfalt dæmi um það hversu MIKLU betra það er að búa í dag en fyrir 100 árum.
Fyrir 100 árum, í ríkustu löndum heims, var fjöldinn allur af sjúkdómum sem gátu dregið þig til dauða á hverjum degi sem við lítum á sem auðlæknanlega í dag. Bara það að brjóta bein gat orðið til þess að þú varst bæklaður það sem eftir var af ævinni en í dag höfum við bæklunarlækna sem geta meira að segja lengt limi ef þeir eru taldir of stuttir (útlimi… ég er ekki að reyna að vera fyndinn).
Þér finnst kannski þessi tími fyrir 200 árum heillandi en ekki láta þína ímynd af þeim tíma verða að einhverjum ranghugmyndum um betri tíma. Ég veit ekki hvað var skárra þá en núna. Mengun var meiri (þá er ég ekki að tala um koldíoxíð), ungbarnadauði var hærri, lífsskilyrði voru lægri og fólk átti ekki iPhone, fartölvur, bíla, flugvélar eða kjarnakljúfa. Það voru meiri líkur á að vera drepinn þá heldur en nú.
Þó fólk dó í gamla daga úr fátækt, veikindum, stríði eða ósanngirni þá var það í staðinn nú alveg helvíti andlega lifandi, eitthvað sem fáir í fyrsta heiminum eru.
“andlega lifandi”? um hvað ertu eiginlega að tala? Er þetta þín persónulega túlkun sem þú hefur skapað með eigin ímyndun eða er þetta eitthvað sem þú hefur rannsakað?
Menn eru ekki heiladauðir í dag svo við erum andlega lifandi, rétt eins og áður fyrr. Núna er hins vegar mun meira af menningu og afþreyingu og hún býðst mun breiðari hópi fólks.
Af hverju heldurðu að það sé uppreisn gagnvart ríkisstjórninu í Afríku einmitt núna
Vegna þess að þar eru harðstjórar sem kúga fólk. Það útilokar samt ekki að Afríkubúar hafi það almennt betra í dag en áður fyrr. Á Íslandi var líka búsáhaldabylting. Samt höfum við það betra í dag en fyrir 20 árum, hvað þá 100 árum.
Sannaðu fyrir mér að fyrir 20.000 árum hafi ekki verið friðsælasta ár mannkynsins. En já þessi staðreynd sem þú komst með, hah ég tek nú ekki neitt mark á þessu því miður, vildi ég gæti gert það.
Þú hefur greinilega ekki skoðað hlekkina sem ég sendi í síðasta svari. En ef við lítum á frumbyggjasamfélög í dag og þá ættbálka menningu sem menn telja að hafi verið við lýði á steinöld þá er einfaldlega mun meira um ofbeldi í þeim samfélögum en í nútíma borgarsamfélögum. Eitt er að hafa einstaka stríð milli milljón manna þjóða þar sem nokkur þúsund láta lífið á nokkurra ára fresti, hlutfallslega er það ekki mikill skaði og í raun eru litlar líkur á því að Vesturlandabúi deyi í stríði (jafnvel þó báðar styrjaldir séu teknar með). Ef menn eru hins vegar með 50-100 manna ættbálka sem eru reglulega í átökum sín á milli um yfirráðasvæði (eða einfaldlega ráðast á hinn ættbálkinn “áður” en hinum ættbálkinum tekst að gera hið sama) þar sem nokkrir einstaklingar deyja þá er það mun meiri kostnaður þegar litið er á höfðatölu.
Hvað er að hafa tækifæri? Það er algjörlega persónuleg skoðun. Mig langar að kaupa mér flugmiða, og byggja mér hús ú í skógi og vera einn.
Það ætti að vera lítið mál. Í dag hefuru tækifæri til að kaupa þér flugmiða og þú getur búið í nánast því hvaða skógi sem er á jörðinni, t.d. er hópur danskra hermanna sem býr í skógum á Jótlandi.
Það hvort þú sért hæfur til þess að sjá fyrir sjálfum þér án þess að eiga samskipti við aðra efast ég hins vegar um.
Seinustu ár og næstu ár voru og verða extraordinary. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu mikið meira og öðruvísi þetta verður heldur en maður heldur.
Lang flestir fá aðeins litla brauðmylsnu af kökunni, ég er kannski búinn að fá mér einn lítin bita af henni og maður þarf náttúrulega að berjast til þess, hversu æðislegt það er, þú myndir ekki vita það. :)
Enn og aftur myndi ég segja að þetta væru ranghugmyndir hjá þér. Menn berjast ekki um kökuna, menn skapa hana. Samfélag manna hjálpast við að baka þessa köku þó svo að fólk setji mismikið af hráefnum og vinnu í hana.
Auk þess gleymiru því að kakan er alltaf að stækka, þannig þó svo að þú fáir alveg jafn stórt hlutfall af henni og fólk fyrir 1000 árum þá er sá hluti í raun mun stærri í dag, þar sem kakan hefur stækkað gríðarlega (ef við ætlum að halda okkur í þessu óljósa myndmáli)
En annars mæli ég með því að þú kíkir á fyrirlestrana, þá ættiru að skilja hvert ég er að fara.
Bætt við 27. janúar 2011 - 09:47 Annars hefði ég ekki viljað vera til fyrir 200 árum vegna þess að ég hefði að öllum líkindum ekki verið til. Móðir mín fékk heilahimnubólgu í æsku og ég veit ekki einu sinni hvort ég hefði fæðst ef hún hefði þurft að sætta sig við þá heilbrigðisþjónustu.
Einnig væri bróðir minn dauður, þar sem fyrir 18 mánaða aldur var hann búinn að fá þvagfærasýkingu, lungnabólgu og gulu (fyrir utan þau ofnæmi sem hefðu aldrei verið greind, sbr. bláber og rauðvín)