Það er langt síðan ég hætti að trúa á Guð. Ég trúi því ekki að það sé einhver almáttugur sem skapaði allt og fyrirgefur syndir manns. Mér finnst þessi kristna trú sem tíðkast í þessu samfélagi vera bara rugl og vitleysa. En samt þótt ég hætti að trúa á þennan kristna guð þá vill maður alltaf trúa á eitthvað. Ég trúi á sjálfa mig og minn mátt. Eftir dálitlar vangaveltur bara rétt áðan þá datt mér þetta í hug. Er þá ekki hægt að segja að ég sé Guð? Mér finnst það vera möguleiki. Þá gæti þetta gilt um alla. Allar heilbrigðar lifandi manneskjur hér á jörðinni er guð. Allavana þá trúi ég því að í hverri einustu manneskju búi guð. Ég held að allir búi yfir mikilfenglegum mætti, geta gert stórkostlega hluti. En til þess að gera þennan guð í ykkur sem mest starfhæfan þá verðið þið að styrkja sjálfa ykkur. Safna sjálfstrausti. Því meira sjálfstraust sem þið hafið þá hefur þessi guð í ykkur meiri afkastagetu. Setjið ykkur markmið og náið þeim, þannig öðlist þið meira sjálfstraust. Þið búið yfir guðfenglegum mætti, hafa bara ekki allir komist að því ennþá.