Orðafarið þitt lýsir ágætlega hvers vegna við náum ekki samkomulagi.
“Hví þarf hlutur sem titrar(eins og strengur) sem er nánast massalaus að vera í réttu hlutfalli við tíma sem er afstæður.”
Þú spyrð hvers vegna hlutur sem titrar sé í réttu hlutfalli við afstæðan tíma. “Rétt hlutfall” er notað um samanburð á einvíðum stærðum. Hvað við hlutinn sem titrar á að bera saman við hvaða mælingu á tíma? Hvernig kemur afstæði tímans þessu við?
“Ef þú getur ekki svarað með óyggjandi hætti hvort tíminn sé óendanlegur hættu þá að vera rakka niður pælingar sem þurfa með engu að vera réttar.”
Við erum ekki að tala um óendanlegan tíma, þetta er annað hvort það sem ég kallaði áðan útúrsnúning, en gæti allt eins verið misskilningur eða asnalegt orðalag. Ef þú ert í alvörunni að tala um óendanlegan tíma þá kemur það skilgreiningunni á tíðni ekkert við. Ég er ekki að rakka niður pælingar þínar hér neitt frekar en pælingar þínar um frelsi þitt frá eigin erfðamengi annars staðar. Ég (eins og aðrir) er bara að benda þér á augljósa og gapandi galla í hugmyndafræði þinni. Það að þú skellir skollaeyrum við og svarir mest með útúrsnúningi og tillitsleysi við raunvísindalegar staðreyndir gerir allar samræður við þig mjög erfiðar. Svo ætlaðirðu örugglega ekki að segja “þurfa með engu að vera réttar.”
Þessu til viðbótar kemur svo að þú ert oft frekar óskýr í máli, og líklega óskýr í hugsun líka, en það tvennt tengist oft sterkum böndum. Það hve oft þú sveigir útskýringalaust út fyrir efnið sem rætt er um og snýrð mikið úr máli annarra ber þess merki að þú skiljir þá ekki, eða hendir ekki reiður á eigin hugsunum, eða komir þeim ekki í orð, eða allt af þessu.