Crook:Já, það er rétt hjá þér. Er spilling nokkuð möguleg ef allt (langmest) vald eru í höndunum á lýðnum?
Damphir:Já, hún er möguleg en að mínu viti ólíklegri. Það er einnig alltaf hætta á því að meirihlutinn kúgi minnihlutann.
Þú:Ef meirihlutinn er sammála um að kúga minnihlutann. Undir þeim skilyrðum að meirihlutinn er ekki heilaþveginn. Fyndist þér það óréttlátt? T.d Það væri þjóðaratkvæðagreiðsla að Nonni sé fíbbl og 99,9% segja að svo sé.
–
Lestu þetta. Þetta er það sem umræðan snýst um.
Ég er þá að gefa mér það að fólk fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og komi hreint fram. Þú ert sjálfur að meina að fólkið veit að þetta er siðferðislega rangt en gerir það samt, og allir eru samtaka um að gera það samt. Það er alveg stór munur á gildum og fara eftir gildum. Þú getur endalaust leikið þér að dæmum með langsóttum leiðum, en það er hægt með allt.
Sem er nákvæmlega það sem ég var að segja. Þó að við samþykkjum tillögu þína um siðferði meirihlutans, þá þýðir það ekki að fólk hegði sér samkvæmt siðferði sínu alltaf.
Sem dæmi með skiptinu auðs milli stétta, ef ég væri fátækur fyndist mér sanngjarnt að þeir sem eiga pening myndu leggja meira til í samfélagið en ég. Svo ef ég myndi erfa svo efnað fyritæki þá myndi ég sjálfsagt ljúga að það væri siðferðislega rangt að taka af mér peninga svo einhverjir aumingjar geta haldið áfram að sitja á rassgatinu. En ég myndi vita innst inni að það sem ég er að gera er siðferðislega rangt.
Ég skil ekki hvað þú átt við með þessu, nema þú sért að segja það nákæmlega sama og fyrir ofan sem er nákvæmlega það sama og ég var að segja.
Ef að meirihlutinn myndi setja sig í skó “fórnarlambs ósiðferðis” og vera sammála um að þau vilji ekki vera í þeim skóm, þá er það náttúrulega ósiðlegt.
Ég skil ekki alveg hvað þú ert að segja hérna. Ef að meirihlutinn setur sig í spor “fórnarlambs ósiðferðis” er þá ekki gefið að gjörðin hafi verið siðferðislega röng gagnvart þessu fórnarlambi, óháð því hvort að fólk vildi svo vera í þeirra sporum eða ekki?
Ef það er ekki svo, þá er þetta einfaldlega rangt. Ef við miðum við núverandi stöðu mína vil ég ekki vera í sporum neins sem hefur það verr en ég geri, óháð því hvort hann hafi verið beittur óréttlæti eða ekki. Eina leiðin til að þetta sé rétt er ef að við gefum okkur að allir eigi að hafa það nákvæmlega jafn gott.
Ef við miðum við stöðu fólks óháð núverandi stöðu minni, þá t.d. í heimi þar sem allir hafa það slæmt, myndi ég ekki vilja vera í sporum neins, en það þýðir ekki að þeir hafi verið beittir óréttlæti.
Meirihlutinn veit vel hvað er “gott” siðferði, en geut vel logið til að þóknast eigin frekju.
Og aftur það sama og þú sagðir fyrst.
Bætt við 19. október 2010 - 13:29 Smá lagfæring.
Sem er nákvæmlega það sem ég var að segja. Þó að við samþykkjum tillögu þína um siðferði meirihlutans, þá þýðir það ekki að fólk hegði sér samkvæmt siðferði sínu alltaf. Sem þýðir að meirihlutinn geti kúgað minnihlutann á löglegann en óréttlátann hátt með þjóðaratkvæðisgreiðslu.